Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferðarátaki hleypt af stokkunum
Mánudagur 23. ágúst 2004 kl. 17:57

Umferðarátaki hleypt af stokkunum

Umferðar- og öryggisátaki í tengslum við upphaf skólastarfs var ýtt úr vör við Heiðarskóla nú síðdegis. Átakið er í samstarfi Reykjanesbæjar við leikskóla, grunnskóla, FFGÍR, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, lögreglu, SBK, tryggingafélög, FÍB, Umferðarstofu og Brunavarnir Suðurnesja.  

Umhverfis- og skipulagssvið og Fræðslusvið hafa unnið saman að þessu máli þar sem ákveðið hefur verið að upphaf  átaksins verði við setningu skóla og ljúki á “Bíllausa” daginn sem er í seinni hluta  september.

Markmið umferðar- og öryggisátaks er að vekja almenning til umhugsunar um umhverfið sitt og umferðarmenningu í víðasta skilningi.
Sérstök áhersla  er lögð á mikilvægi þess að skapa meira öryggi fyrir unga vegfarendur á leið í skólann og ekki síður þeirra ungu ökumanna sem hafa nýlega lokið ökuprófi og eru að öðlast reynslu í umferðinni sem nýjir vegfarendur.

Við upphaf skóla verða settir upp fánar með slagorðum td. “ ÉG ER NÝR Í UMFERÐINNI “ sýndu mér tillitsemi og fl. Þessir fánar verða settir upp í nágreni skóla og á helstu umferðarleiðum.  Á þessum tímapunkti verður auglýstur 30 km. hámarkshraði í grennd við alla grunnskóla bæjarins.

Unnið er að frekari dagskrá þar sem reiknað er með þátttöku ofangreindra aðila með ýmsum hætti.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024