Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferðarátak gengur vel
Miðvikudagur 16. júlí 2008 kl. 09:51

Umferðarátak gengur vel

Á vef Reykjanesbæjar kemur fram að sameiginlegt átak Lögreglunnar á Suðurnesjum og Reykjanesbæjar stendur nú yfir og gangi vel. Engin slys hafa orðið á meðan á átakinu hefur staðið. Allmargir ökumenn hafa fengið sekt vegna hraðaksturs, flestir voru kærðir á Skólavegi og voru sektirnar á bilinu 20-25 þúsund.
Viðurlög eins og sektir og ökuleyfissviptingar hafa verið nokkrar.  Ökumenn gera sér ekki alltaf grein fyrir viðurlögunum sem eru vegna hraðakstur. Ökumaður, sem ekur á 61 km /klst hraða þar sem hámarkshraði er 30km/klst., fær 45 þúsund króna sekt og ökuleyfissviptingu í 3 mánuði. Ökumaður sem ekur yfir 80km/klst hraða þar sem er 50km/klst hámarkshraði fær 25 þúsund króna sekt.
Víða hefur umferðarhraði verið lækkaður í 30 km/klst. sem áður var 50 km/klst.
Í maí var ökumaður sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að hafa mælst á 64 km/klst. á Norðurvöllum í Reykjanesbæ, þar sem hámarkshraðinn er 30km/klst. [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024