Umferðar- og öryggisátak í Reykjanesbæ
Umferðar- og öryggisátak í Reykjanesbæ hófst í dag og er þetta í annað sinn sem átakið er haldið.
Átakið stendur til 14. september og er markmið þess að vekja almenning til umhugsunar um umhverfi sitt og umferðarmenningu. Átakið miðar enn fremur að því að auka öryggi barna og ungra ökumanna í umferðinni.
Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi þessa að skapa meira öryggi fyrir unga vegfarendur á leið úr og í skóla bæði gangandi sem akandi.
Á síðasta ári var umferð um nágrenni grunnskóla takmörkuð við 30 km/klst hraða og áfram verður unnið að bættu umferðaröryggi á þessu ári.
Settir verða upp borðar við grunnskóla þar sem vegfarendur eru minntir á að fara varlega í umferðinni í upphafi skólaárs.
Þeir sem hafa áhuga að taka þátt í átakinu og vilja koma á framfæri hugmyndum geta haft samband við umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar eða sent póst á netfangið [email protected]