Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umferð í gegnum starfstöðvar lögreglunnar takmarkaðar
Mánudagur 9. mars 2020 kl. 14:23

Umferð í gegnum starfstöðvar lögreglunnar takmarkaðar

Þar sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar verður umferð í gegnum starfstöðvar lögreglunnar á Suðurnesjum takmörkuð.

„Við biðjum viðskiptavini því um að senda frekar tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 444 2200, einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum Facebook. Þurfi fólk tafarlausa aðstoð lögreglu bendum við á 1-1-2, öllum fyrirspurnum sem berast á Facebook verður þó svarað. Þetta fyrirkomulag gildir þar til annað verður ákveðið,“ segir á facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024