Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Umfangsmikil skipulagsmál í Grindavík
Myndir af vef Grindavíkurbæjar.
Mánudagur 5. nóvember 2012 kl. 11:02

Umfangsmikil skipulagsmál í Grindavík

Opinn kynningarfundur um skipulagsmál í Grindavíkurbæ var haldinn fyrir helgi í  Kvikunni. Á fundinum var farið yfir aðalskipulagsbreytingar sem eru í vinnslu og tillögur að deiliskipulagi auk þess sem HS-Orka kynnti mat á umhverfisáhrifum framkvæmda í Eldvörpum.

Fundurinn tókst í alla staði mjög vel, segir á vef Grindavíkurbæjar. Um 20 manns mættu og voru fundargestir mun upplýstari um skipulagsmál bæjarins en þar er af nægu að taka og mörg spennandi verkefni framundan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024