Atnorth
Atnorth

Fréttir

Umfangsmikil leit: Danska þotan tók eldsneyti í Keflavík
Mánudagur 11. febrúar 2008 kl. 20:39

Umfangsmikil leit: Danska þotan tók eldsneyti í Keflavík

Þota danska hersins er nú í Keflavík að taka eldsneyti. Þotan var fyrst á staðinn þar sem talið er að flugvél með einum manni hafi farið í sjóinn um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi um miðjan dag í dag.

Þotan verður í Keflavík í nótt en mun fara til leitar strax í birtingu í fyrramálið, hafi leit þá ekki borið árangur. Landhelgisgæslan verður við leit áfram með nætursjónaukum.

Íbúar í Reykjanesbæ hafa orðið varir við leitina en þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa flogið lágt yfir Reykjanesbæ á leið sinni til og frá leitarsvæðinu vestur af Reykjanesi.

Myndir: Danska þotan í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld.
Bílakjarninn
Bílakjarninn