Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

  • Umfangsmikil leit bar árangur
    Frá leitinni á Miðnesheiði. Myndin var tekin skömmu eftir að maðurinn fannst. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Umfangsmikil leit bar árangur
    Körfubíll Brunavarna Suðurnesja var notaður sem útsýnispóstur á Miðnesheiði.
Mánudagur 24. nóvember 2014 kl. 13:53

Umfangsmikil leit bar árangur

– Svipmyndir frá leitinni á Miðnesheiði.

Leitin að Arka­diusz Pawel Maciag, manninum sem leitað hef­ur verið að í nótt og í morg­un bar árangur í hádeginu. Pawel fannst á Miðnesheiði, skammt frá flugvallargirðingu. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta virðist maðurinn hafa fallið í holu eða gjótu og var með áverka á höfði þegar hann fannst.

Yfir eitthundrað björg­un­ar­sveit­ar­menn tóku þátt í leit­inni en nýir leitarhópar höfðu komið til aðstoðar við leitina skömmu fyrir hádegi.

Símasamband náðist við manninn um kl. 03 í nótt en hann vissi ekki hvar hann var staddur en gat upplýst að hann væri bæði blautur og kaldur. Aðstæður til leitar í nótt voru mjög erfiðar en þá var stormur á Suðurnesjum með mikilli rigningu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir leitarsvæðið í nótt með miðunarbúnað fyrir síma. Út frá þeim göngum sem var aflað þar var hægt að þrengja leitarsvæðið og leitin bar loks árangur í hádeginu.

Pawel er út­lend­ing­ur og var í heim­sókn hjá ætt­ingja hér á landi. Síðdegis í gær var farið að óttast um manninn og þá var haft samband við lögregluna á Suðurnesjum og hófst þá eftirgrennslan og fljótlega voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar. Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu tók þátt í leitinni, auk lögreglu á Suðurnesjum. Þá tók þyrla Gæslunnar þátt í leitinni og notast var við körfubíl frá Brunavörnum Suðurnesja og settur upp útsýnispóstur á Miðnesheiði.

























Public deli
Public deli