Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 16. september 1999 kl. 15:43

UMDEILDASTI STAÐUR BÆJARINS!

Einn umdeildasti skemmtistaður síðari ára í Keflavík er án efa Casino í Grófinni. Staðurinn hefur verið starfræktur undanfarin kvöld, en án vínveitinga. Þess í stað hefur verið boðið upp á Malt og Appelsín við góðar undirtektir gesta. Mest hefur borið á varnarliðsmönnum, gestum hótelanna í bænum og fólki úr höfuðborginni. Staðurinn hefur mikið verið milli tanna á fólki, sem fæst hefur séð staðinn. Víkurfréttir tóku hús á Strikinu, sportpub og Casino skemmtistað og smelltu meðfylgjandi myndum til að upplýsa bæjarbúa um útlitið og aðstöðu innandyra. Skemmtistaðurinn Casino. „Altari nektarinnar“ með súlunni umdeildu fyrir miðjum sal. Inni á Strikinu, sportpub, eru íþróttabúningar á veggjum, knattborð og spilakassar. VF-myndir: hbb
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024