Umbunað með hlutabréfum
Flugleiðir hf. héldu aðalfund í dag og var nafni fyrirtækisins breytt í FL Group. Hagnaður félagsins var 3,4 milljarðar króna árið 2004 og samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur afkoman aldrei verið betri. Vegna þessa ákvað stjórnin að gefa hverjum starfsmanni hlutabréf í fyrirtækinu að markaðsvirði 70.000 krónur. Jafnframt var ákveðið að greiða 60 prósenta arð af nafnvirði hlutafjár. Inga Jóna Þórðardóttir og Pálmi Kristinsson voru kjörin í stjórn fyrir Benedikt Sveinsson og Ragnhildi Geirsdóttur. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Hannes Smárason stjórnarformaður og Hreggviður Jónsson varaformaður. Vísir.is greindi frá þessu.