Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umbunað með hlutabréfum
Fimmtudagur 10. mars 2005 kl. 23:25

Umbunað með hlutabréfum

Flugleiðir hf. héldu aðalfund í dag og var nafni fyrirtækisins breytt í FL Group. Hagnaður félagsins var 3,4 milljarðar króna árið 2004 og samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur afkoman aldrei verið betri. Vegna þessa ákvað stjórnin að gefa hverjum starfsmanni hlutabréf í fyrirtækinu að markaðsvirði 70.000 krónur. Jafnframt var ákveðið að greiða 60 prósenta arð af nafnvirði hlutafjár. Inga Jóna Þórðardóttir og Pálmi Kristinsson voru kjörin í stjórn fyrir Benedikt Sveinsson og Ragnhildi Geirsdóttur. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Hannes Smárason stjórnarformaður og Hreggviður Jónsson varaformaður. Vísir.is greindi frá þessu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024