Umboðsmannafundur Heklu í Keflavík
Í dag hittast umboðsmenn Heklu á Íslandi á árlegum fundi þar sem farið verður í gegnum sölumál fyrirtækisins og markaðsáætlun kynnt, auk ýmissa nýjunga. Tryggvi Guðmundsson forstjóri Heklu situr fundinn og heldur erindi. Kjartan Steinarsson umboðsmaður Heklu á Suðurnesjum segir að dagskráin verði stíf í dag þar sem öll helstu mál og nýjungar fyrirtækisins verða kynnt. Seinnipartinn í dag fer hópurinn í Go-kart og prufukeyrir nýja bíla frá Mitsubishi.Meðal annars verður kynntur nýr jepplingur frá fyrirtækinu sem heitir Mitsubishi Outlander, en bílnum er ætlað að keppa við Toyota Rav og Hondu jepplingana.