Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um milljón safnaðist á Suðurnesjum
Sunnudagur 6. október 2002 kl. 13:05

Um milljón safnaðist á Suðurnesjum

Rétt tæplega ein milljón króna safnaðist í landssöfnun Rauða Kross Íslands á Suðurnesjum í gær, að sögn Halldórs Leví Björnssonar, söfnunarstjóra á Suðurnesjum. Um eitthundrað sjálfboðaliðar gáfu sig fram og þar af voru um 30 nemendur úr efstu bekkjum Heiðarskóla í Keflavík. Söfnunarféð var talið í morgun.Landsmenn gáfu vel yfir tuttugu milljónir króna til hjálparstarfs á hungursvæðum í sunnanverðri Afríku í söfnun Rauða krossins í gær, Göngum til góðs. Þegar enn átti eftir að telja talsvert af baukum á landinu öllu nú rétt fyrir hádegi voru framlög komin upp í 21,5 milljónir króna.

Enn er hægt að gefa í söfnunina með því að hringja í síma 907 2020 og dragast þá 1000 kr. af næsta símareikningi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024