Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Um helmingur túnfiskkvótans veiddur
Föstudagur 28. ágúst 2015 kl. 09:07

Um helmingur túnfiskkvótans veiddur

Áhöfn línuskipsins Jóhönnu Gísladóttur GK frá Grindavík hefur veitt um helming túnfiskkvótans þetta árið. Fimmtán tonn af túnfiski eru komin á land nú í ágúst en kvótinn er 32 tonn.

Fikarnir sem Jóhanna Gísladóttir GK hefur veitt suður af landinu eru orðnir 92 talsins en þeir eru sendir með flugi á markað erlendis. Flestir fara þeir til Japan og eru seldir á stærsta fiskmarkaði Japans til sushi-veitingahúsa fyrir um 10.000 krónur kílóið.

Hér að neðan er innslag úr Sjónvarpi Víkurfrétta frá því í síðustu viku þegar fjallað var um upphaf veiðanna.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25