Um fimmtíu skjálftar í nótt
Um 50 jarðskjálftar verið staðsettir við kvikugangin undir Sundhnúksgígum frá miðnætti. Í gær mældust þar um 130 jarðskjálftar, stærsti 1,8 að stærð við Sundhnúk.
Land fór strax aftur að rísa við Svartsengi eftir að gos hófst mánudagskvöldið 18. desember. Hraðinn á landrisinu er meiri en fyrir gos. Þetta þýðir að kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi, og líklegt er að það leiði til annars kvikuhlaups og mögulega eldgoss, segir á vef Veðurstofu Íslands.