Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Um 80% vilja að Dráttarbrautin verði máluð rauð!
Föstudagur 6. september 2002 kl. 12:31

Um 80% vilja að Dráttarbrautin verði máluð rauð!

Mikill meirihluti þeirra sem kosið hafa í netkosningu Víkurfrétta um lit á gömlu Dráttarbraut Keflavíkur vilja að byggingin verði rauð en ekki grá eins og fyrirhugað er. Spurt er: Hvort finnst þér gamla Dráttarbrautarhúsið í Keflavík eigi að vera rautt eða grátt? Þegar 300 atkvæði höfðu verið greidd á hádegi í dag var niðurstaðan þessi:Rauða byggingu: 79%
Gráa byggingu 15%
Hlutlausir: 6%

Meðfylgjandi mynd var tekin af húsinu í morgun. Rauði liturinn er grunnur undir gráan lit sem fyrirhugað er að setja á húsið, en þök verða rauð að sögn Einars Steinþórssonar framkævmdastjóra SBK, sem er með starfsemi í húsinu. Einar sagði í samtali við Víkurfréttir í gær að þar á bæ þyrftu menn greinilega að endurskoða afstöðu sína í kjölfar kosningarinnar á vf.is !
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024