Um 70% hafa áhyggjur af mengun kísilvers í Helguvík

„Hefurðu áhyggjur af mengun frá kísilverinu í Helguvík“ er fyrsta spurningin í nýrri könnun vikunnar hér á Víkurfréttavefnum.  Nú þegar hafa um 400 manns tekið þátt í könnuninni.

Rétt rúmlega helmingur þátttakenda hefur áhyggjur af mengun eða 54% og þeir sem hafa miklar áhyggjur eru 18%. Það er því ljóst að verulega margir eru uggandi yfir mengunarmálum í Helguvík en 17% þeirra sem hafa tekið þátt hafa ekki áhyggjur og 11% hafa ekki verulegar áhyggjur.
Nærri sjö af hverjum tíu hafa því nokkrar áhyggjur af stöðu mála í kísilveri United Silicon í Helguvík.

Þessi könnun verður fram á fimmtudag en þá verður sett ný spurning inn í hana.