Um 50 fyrirtæki óska eftir starfsfólki
Um 50 fyrirtæki hafa óskað eftir aðstoð Ráðgjafastofu starfsmanna Varnarliðsins við að manna störf. Þetta kom m.a. fram í máli Helgu J. Oddsdóttur, sem stýrir Ráðgjafastofu starfsmanna VL, á stöðufundi sem Árni Sigfússon og Geir H. Haarde héldu með starfsfólki VL í gær.
Um 120 störf sem tengast þjónustu við flugvöllinn hafa verið tryggð með nýsamþykktum lögum frá Alþingi, eins og fram hefur komið, en vitað er um sjötíu aðra starfsmenn sem þegar hafa fengið önnur störf. Helga segir að straumur þeirra sem vildu nýta sér þjónustu ráðgjafarstofunnar ykist stöðugt, mishratt gengi að manna störf en boltinn væri þó farinn að rúlla.
Mynd: Frá stöðufundinum í gær. VF-mynd: elg
Um 120 störf sem tengast þjónustu við flugvöllinn hafa verið tryggð með nýsamþykktum lögum frá Alþingi, eins og fram hefur komið, en vitað er um sjötíu aðra starfsmenn sem þegar hafa fengið önnur störf. Helga segir að straumur þeirra sem vildu nýta sér þjónustu ráðgjafarstofunnar ykist stöðugt, mishratt gengi að manna störf en boltinn væri þó farinn að rúlla.
Mynd: Frá stöðufundinum í gær. VF-mynd: elg