Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um 400 strikuðu Ásmund út
Ásmundur Friðriksson greiðir atkvæði í kosningunum sl. laugardag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Mánudagur 29. apríl 2013 kl. 13:42

Um 400 strikuðu Ásmund út

Ásmundur Friðriksson, sem skipaði 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var strikaður út á um 400 atkvæðum. Útstrikanirnar höfðu ekki áhrif á úrslit kosninganna og tekur Ásmundur sæti á þingi. Frá þessu er greint á mbl.is.

Nokkuð var um útstrikanir á kjörseðlum í Suðurkjördæmi um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá Karli Gauta Hjaltasyni, formanni yfirkjörstjórnar í kjördæminu, var strikað yfir nöfn þingmanna á rúmlega 700 atkvæðaseðlum. Í flestum tilvikum voru það þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem strikað var yfir, eða á 577 atkvæðaseðlum.

Rúmlega eitthundrað atkvæðum Samfylkingarinnar var breytt og var það Björgvin G. Sigurðsson, sem skipaði annað sæti flokksins í Suðurkjördæmi, sem var strikaður út í flestum tilvikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024