Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um 300 skjálftar frá miðnætti
Fimmtudagur 2. nóvember 2023 kl. 11:28

Um 300 skjálftar frá miðnætti

Um 300 jarðskjálftar hafa orðið við Grindavík frá miðnætti. Enginn þeirra hefur þremur að stærð. Sá stærsti í morgun varð í Eldvörpum, 4,8 km vest-norðvestur af Grindavík og mældist M2,8. Flestir skjálftar dagsins hafa orðið norðan við Þorbjörn og í Sundhnjúkagígaröðinni.

GPS gögn og gervitunglamynd sýna að kvikuinnskot hafi átt sér stað vestur af Þorbirni þar sem landrisið hefur verið hvað mest síðustu sólarhringa. Þar hefur land risið um 4-5 sentimetra á nokkrum sólarhringum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fundað verður með íbúum í Grindavík síðdegis í íþróttamiðstöðinni í Grindavík um stöðu mála í náttúrunni við bæjardyrnar.