Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Um 300 manns á hagyrðingakvöldi
Föstudagur 3. september 2004 kl. 10:15

Um 300 manns á hagyrðingakvöldi

Tæplega 300 manns mættu á hagyrðingakvöld sem haldið var í Stapanum í gærkvöldi í tengslum við Ljósanótt. Þótti kvöldið takast með afbrigðum vel og flugu vísurnar á milli manna. Sigríður Dóra Sverrisdóttir einn aðstandenda hagyrðingakvöldsins sagði að fólk hefði hlegið frá því það kom í salinn og þangað til kvöldinu lauk. „Það leiddist engum, það heyrðist í salnum,“ segir Sigríður, en um hvað var ort? „Það voru ortar vísur um grjótburðinn hans Árna, það flugu vísur um Steinþór Jónsson og það var ort um Strandarheiði en norðan- og austanmönnum þykir ekki mikið til þeirrar heiði koma. En það var ort um ótrúlega margt og fólk skemmti sér konunglega.“
Karl Ágúst Úlfsson leikari stjórnaði kvöldinu en hljómsveitin Breiðbandið kom fram  og tók nokkur lög, auk félaga úr Kvæðamannafélaginu Iðunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024