Um 30 af 147 fóru á framfæri bæjarins
– stór hópur missir bótarétt um áramótin
Samtals var 147 einstaklingum færra á atvinnuleysisskrá í Reykjanesbæ í júlí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. 346 manns í Reykjanesbæ eru á atvinnuleysisskrá í júlí 2014 og 527 manns á Suðurnesjum. Það er fækkun um 147 manns í Reykjanesbæ frá sama mánuði í fyrra.
Þar með er ekki öll sagan sögð því þessir 147 einstaklingar fengu ekki allir vinnu. Um 30 einstaklingar af þessum 147 duttu út af atvinnuleysisskrá og eru í dag á framfæri Reykjanesbæjar í dag.
Um áramót munu nærri 600 manns missa bótarétt og sagði Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar í Reykjanesbæ, viðbúið að hluti af þeim hópi þurfi að leita til sveitarfélaga eftir framfærslu. Aðrir munu ekki eiga neinn rétt.