Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um 200 starfsmenn grunnskóla funda
Miðvikudagur 22. september 2004 kl. 14:39

Um 200 starfsmenn grunnskóla funda

Formaður Starfsmannafélags Suðurnesja Ragnar Örn Pétursson hefur fundað með félagsmönnum sem starfa í grunnskólum á Suðurnesjum í dag vegna verkfalls kennara.
Um 200 starfsmenn mættu á fundina og þar var farið yfir hlutverk starfsmannanna en allir hafa þeir fulla vinnuskyldu. Um er að ræða: skólaliða, stuðningsfulltrúa, ritara, húsverði, matráða og starfsmenn á bókasöfnum skólanna.
Ragnar Örn segir að fundirnir hafi tekist vel og þar verið lögð áhersla á að starfsmennirnir hefðu gott samstarf við skólastjórnendur varðandi þau verk sem unnin verða í skólunum meðan á verkfallinu stendur.

Frístundaskólinn í Reykjanesbæ starfar með óbreyttum hætti þrátt fyrir  verkfall kennara og þeir nemendur sem eru í honum mæta á sínum venjulega tíma kl. 13.00 virka daga. Einnig mæta nemendur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í kennslutíma í sínum skóla líkt og áður, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.

Fleiri fréttir á vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024