Um 200% aukning í frávísun frá landamærum í flugstöðinni
Verkefnum flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í mörgum málaflokkum fjölgaði á milli ára 2017 og 2018. Athygli vekur gífurleg aukning í fjölda frávísana á landamærunum.
Frávísanir voru alls 161 árið 2018, en voru 54 árið á undan. Aukningin er því um 200%. Frávísun er beitt þegar einstaklingur uppfyllir ekki skilyrði fyrir komu inn á Schengen svæðið. Í flestum tilvikum, eða 142, var ástæða frávísunar vöntun á vegabréfsáritun.