Sunnudagur 2. september 2001 kl. 00:19
Um 20.000 manns á hápunkti Ljósanætur
Talið er að um 20.000 manns hafi verið á hápunkti ljósanætur í Reykjanesbæ í kvöld þegar ljósin á Berginu voru kveikt. Veðurguðirnir léku við gestina sem fylgdust með tendrun ljósanna og glæsilegri flugeldasýningu í logni og mildu veðri.