Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um 120 einstaklingar fá framfærslustyrk frá Reykjanesbæ
Fimmtudagur 30. apríl 2020 kl. 09:37

Um 120 einstaklingar fá framfærslustyrk frá Reykjanesbæ

Í janúar 2020 fékk 121 einstaklingur greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 15.631.698. Í sama mánuði 2019 fengu 63 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.

Í febrúar 2020 fengu 120 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 16.598.172. Í sama mánuði 2019 fengu 79 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í mars 2020 fengu 123 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 16.903.579. Í sama mánuði 2019 fengu 90 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.