Úlpum stolið úr verslun Bláa lónsins
Lögregla fékk tilkynningu um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins fyrr í vikunni. Um var að ræða tvær úlpur að verðmæti tæplega 170 þúsundir króna hvor. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að sömu aðilar og grunaðir eru um þjófnaðinn á úlpunum höfðu komið inn í verslunina nokkrum dögum fyrr og haft þá á brott með sér þrjár húfur sem þeir greiddu ekki fyrir.
Þá var tilkynnt um þjófnað á jarðvír af vinnusvæði vestan við Sandgerðisveg. Um er að ræða rúmlega 400 metra langan, 25 karata vír.
Málin eru í rannsókn.