Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Úlpum stolið af heimili
Fimmtudagur 11. nóvember 2004 kl. 13:58

Úlpum stolið af heimili

Úlpum var stolið af heimili í Keflavík á þriðjudag og var þjófnaðurinn tilkynntur til lögreglu í gærmorgun. Bakdyr íbúðarhússins þar sem úlpunum var stolið höfðu verið ólæstar frá klukkan 18 er heimilisfólkið kom heim og stóðu þær ólæstar þar til klukkan 11 um kvöldið. Íbúarnir sem voru að horfa á sjónvarpið urðu ekki varir við neinar mannaferðir. Úlpurnar fundust á róluvelli skammt frá og voru þær rennblautar og skítugar. Í dagbók lögreglunnar er fólk varað við að hafa húsnæði ólæst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024