Úlpu stolið úr fatahengi íbúðarhúss
Úlpu var stolið úr fatahengi í íbúðarhúsi í Njarðvík sl. fimmtudagskvöld. Húsráðandi tilkynnti stuldinn á laugardagsmorgun, en hann kveðst hafa heyrt að útidyrahurðin hafi verið opnuð á fimmtudagskvöld og hafi hann talið að sonur sinn væri þar á ferð. Síðar kom í ljós að óboðinn gestur hafi farið inn í íbúðina þetta kvöld og stolið úlpu úr fatahenginu.