Úkraínskir risar á Keflavíkurflugvelli
Tveir úkraínskir risar, Antonov 124, voru á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Það eru svo sem engar fréttir að þessar vélar séu á flugvellinum en sjaldgæfara er að sjá þær tvær eða fleiri á sama tíma.
Alls hafa 55 flutningavélar af þessari tegund verið smíðaðar og eru margar þeirra í þjónustu Antonov Airlines og Volga-Dnepr Airlines sem eru í þungaflutningum um allan heim. Flugtaksþyngd er rúm 400 tonn en Antonov 124 getur flutt allt að 150 tonna farm. Með 120 tonn í lestinni getur vélin flogið 5000 kílómetra vegalengd.
Alls hafa 55 flutningavélar af þessari tegund verið smíðaðar og eru margar þeirra í þjónustu Antonov Airlines og Volga-Dnepr Airlines sem eru í þungaflutningum um allan heim. Flugtaksþyngd er rúm 400 tonn en Antonov 124 getur flutt allt að 150 tonna farm. Með 120 tonn í lestinni getur vélin flogið 5000 kílómetra vegalengd.
Vélarnar sem millilenda á Keflavíkurflugvelli eru oftar en ekki í flutningum með búnað fyrir olíu- og gasvinnslusvæði í Kanada og eru að flytja búnaðinn frá framleiðendum í austur Evrópu og í Asíu. Ástæða millilendingar á Keflavíkurflugvelli er til að hvíla áhafnir en Keflavíkurflugvöllur er miðja vegu á flutningaleiðinni.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson