Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 30. mars 2002 kl. 20:11

Uglurnar mættar á vaktina við Leifsstöð!

Það eru komnir hálfgerðir vorboðar í Leifsstöð. Fjórar myndarlegar gervi-uglur hafa verið hengdar á horn norðurbyggingar Leifsstöðvar. Uglurnar hafa verið hengdar upp á sömu staði unfanfarin sumur til að fæla í burtu starra.Eitthvað virðist starrinn vera snemma á ferðinni í ár eða starfsmenn Leifsstöðvar tímanlega í því að setja upp uglurnar. Þegar ljósmyndari var á ferðinni við Leifsstöð í dag var þar enga starra að sjá!

Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024