Uggur í fólki varðandi hugsanlegan samdrátt hjá Varnarliðinu
Ljóst er eftir fund Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra með Elisabeth Jones aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna að töluverðar breytingar eru í nánd varðandi varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Í bréfi frá George W. Bush Bandaríkjaforseta sem Elisabeth Jones afhenti forsætis- og utanríkisráðherra á fundi þeirra í gær kemur fram að Bandaríkjaforseti vill gera breytingar á varnarsamningnum. Utanríkisráðherra segir málið vera viðkvæmt og hann vill ekki um hvaða breytingar bandarísk stjórnvöld vilja gera á umsvifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fundurinn í gær var undirbúningsfundur milli landanna um komandi viðræður, en talið er að þær hefjist innan skamms.Aðilar á Suðurnesjum sem Víkurfréttir ræddu við í gær og í morgun eru óttaslegnir yfir þeim breytingum sem í vændum eru og hræðast að flugherinn sé á förum frá varnarliðinu. Ef að sú verður raunin fara um 500 bandarískir hermenn frá Íslandi, en þeir eru í allt um 1.900. Heildarfjöldi bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli er um 4.000 manns með fjölskyldum hermanna og borgaralegum starfsmönnum.
Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur áhyggjur af stöðu mála hvað varðar hugsanlegar breytingar á varnarsamningnum milli Íslands og Bandaríkjanna. „Við hljótum að beita okkur í þessu máli, en á þessu stigi hefur maður ekki nægar upplýsingar til að tjá sig mikið um það. Ég mun strax eftir helgina óska eftir upplýsingum varðandi málið.“
Jón segist lesa ákveðin skilaboð út úr orðum forystumanna ríkisstjórnarinnar um að samdráttur á vegum varnarliðsins sé yfirvofandi. „Við gagnrýndum ríkisstjórnina í kosningabaráttunni fyrir það að hafa ekki komið samningaviðræðum við bandaríkjamenn af stað og einnig fyrir það að hafa ekki skoðað möguleika á annarri atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu ef hluti varnarliðsins myndi fara.“
Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur en að vilji íslenskra stjórnvalda sé afskaplega skýr hvað varðar veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hjálmar segir að varnarstefna Bandaríkjanna hafi breyst í kjölfar atburðanna 11. september og að Haukarnir í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna takist á við menn Powells í Utanríkisráðuneytinu um varnarstefnu landsins. Hjálmar segir mikilvægt að enginn uppgjafartónn sé í fólki. „Nú ríður á að standa við bakið á íslenskum stjórnvöldum og ég mun að sjálfsögðu fylgjast vel með málinu.“
Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur áhyggjur af stöðu mála hvað varðar hugsanlegar breytingar á varnarsamningnum milli Íslands og Bandaríkjanna. „Við hljótum að beita okkur í þessu máli, en á þessu stigi hefur maður ekki nægar upplýsingar til að tjá sig mikið um það. Ég mun strax eftir helgina óska eftir upplýsingum varðandi málið.“
Jón segist lesa ákveðin skilaboð út úr orðum forystumanna ríkisstjórnarinnar um að samdráttur á vegum varnarliðsins sé yfirvofandi. „Við gagnrýndum ríkisstjórnina í kosningabaráttunni fyrir það að hafa ekki komið samningaviðræðum við bandaríkjamenn af stað og einnig fyrir það að hafa ekki skoðað möguleika á annarri atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu ef hluti varnarliðsins myndi fara.“
Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur en að vilji íslenskra stjórnvalda sé afskaplega skýr hvað varðar veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hjálmar segir að varnarstefna Bandaríkjanna hafi breyst í kjölfar atburðanna 11. september og að Haukarnir í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna takist á við menn Powells í Utanríkisráðuneytinu um varnarstefnu landsins. Hjálmar segir mikilvægt að enginn uppgjafartónn sé í fólki. „Nú ríður á að standa við bakið á íslenskum stjórnvöldum og ég mun að sjálfsögðu fylgjast vel með málinu.“