Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Úðarar og ökufantar á ferð
Föstudagur 5. september 2008 kl. 09:25

Úðarar og ökufantar á ferð

Í gær var lögreglu tilkynnt um að úðað hafi verið úr spraybrúsa á útihurð íbúðarhúss við Iðavelli í Keflavík.  Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki, en lögreglan þiggur allar upplýsingar þar að lútandi.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gær.  Annar þeirra ók bifreið sinni á 50 km hraða á Heiðarbóli í Keflavík en þar er leyfilegur hámarkshraði 30 km/klst.  Hinn ökumaðurinn var stöðvaður á Reykjanesbraut á 139 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Bifreið var ekið ofan í skurð á Vallarheiði og hlaust töluvert tjón.  Olía lak af bifreiðinni og felgur skemmdust.

Síðdegis varð árekstur á gatnamótum Tjarnargötu og Hringbraut í Keflavík.  Einhverjar skemmdir urðu á ökutækjum og engin slys á fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024