Týsvellir 1 Ljósahús Reykjanesbæjar 2004
Týsvellir 1 var valið Ljósahús Reykjanesbæjar 2004 en Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja sáu um valið á húsinu.
Viðurkenningar voru veittar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar við hátíðlega athöfn í Duus húsum í dag. Í öðru sæti var Garðavegur 2 og í því þriðja var Heiðarból 19. Hitaveita Suðurnesja veitti þremur efstu verðlaunahöfunum gjafabréf til frádráttar á rafmagnsreikningi.
Einnig var valið fallegasta raðhúsið en það kom í hlut Faxabrautar 40 a-d, fallega fjölbýlishúsið sem var Vatnsnesvegur 29 og fallegasta gatan en það var Heiðarból 13-23.
Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir fallegustu jólaglugganna hjá verslunum en fyrstu verðlaun hlaut verslunin Persóna. Í öðru sæti var Gleraugnaverslun Keflavíkur og í því þriðja Hárgreiðslustofan Elegans.
Ljósahús Reykjanesbæjar 2004 hafa verið merkt inn á kort sem hægt er að nálgast á öllum bensínstöðvum, á Upplýsingamiðstöð Reykjaness og á upplýsingavef Reykjanesbæjar: reykjanesbaer.is.
Það má til gamans geta að fyrsta raflýsta jólaskreytingin sem vitað er um í verslunarglugga var hjá Gunnari J. Árnasyni smósmiði og kaupmanni sem rak verslun að Aðalgötu 6. Sú jólaskreyting er lampi með indjána á og er hann til sýnis á sýningu Byggðasafnins Milli tveggja heima sem nú stendur yfir í Gryfjunni í Duushúsum.
VF-myndin: Atli Már Gylfason