Tyrkir gera enn og aftur strandhögg í Grindavík
Hún er ekki beint íþróttaleg heimasíðan hjá UMFG, Ungmennafélagi Grindavíkur, þessa stundina. Í stað frétta af málefnum félagsins prýðir nú síðuna ljóshærð, léttklædd snót sem horfir þokkafullu augnaráði á þann sem heimsækir síðuna. Fyrir neðan eru svo skilaboð frá tyrkneskum hakkara sem hefur yfirtekið heimasíðuna með tölvubrellum sínum. Ekki vitum við hvort hakkarinn er sú ljóshærða eða einhver annar.