Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 20. júní 2000 kl. 18:30

Týndu börn skólakerfisins

Skóla- og fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur lagt til að hafin verði stefnumótun í málefnum nýbúa. Málinu var vísað í bæjarráð á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag, en bæjarfulltrúar voru sammála um að víða væri pottur brotinn, hvað varðar skólagöngu þessa hóps, og fara þyrfti ofan í saumana á þessum málum.Skóla- og fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur lagt til að hafin verði stefnumótun í málefnum nýbúa. Málinu var vísað í bæjarráð á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag, en bæjarfulltrúar voru sammála um að víða væri pottur brotinn, hvað varðar skólagöngu þessa hóps, og fara þyrfti ofan í saumana á þessum málum. Jóhann Geirdal (J) lagði fram tillögu um að bæjarstjórn samþykkti að fela skólamálastjóra að kanna möguleika og kostnað við að halda námskeið fyrir foreldra grunnskólabarna, í þeim tilgangi að auka möguleika þeirra á að aðstoða börn sín við heimanám. Allir bæjarfulltrúar undirrituðu tillöguna. Í meðfylgjandi greinargerð kemur fram að foreldrar barna, sem eru af erlendu bergi brotin, eigi oft erfitt með að fylgja börnum sínum eftir í námi því þau tala oft litla eða enga íslensku. Jóhann tók sérstaklega fram að þessi vandi einskorðaðist ekki við „nýbúa“, því fólk ætti oft erfitt með að aðstoða börn sín við nám, jafnvel á yngstu stigum. „Er því æskilegt að skapaður verði vettvangur til að efla sjálfstraust og þekkingu þeirra foreldra sem á því þurfa að halda, til að þau geti lagt menntun barna sinna aukið lið“, segir í greinargerð Jóhanns. Jónína A. Sanders (D) tók einnig til máls og sagði að rannsóknir sýndu að nýbúar hrektust oft frá námi, þau væru í raun „týndu börn“ skólakerfisins. Nauðsynlegt væri að sveitarfélagið markaði sér skýra stefnu í þessum málum, til að koma í veg fyrir vandamál sem síðar kunna að skapast vegna þessa. Ellert Eiríksson (D) sagði að það væri þekkt staðreynd að minnihlutahópar flosnuðu oftar upp frá námi en aðrir. „Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að þessir einstaklingar leiðast frekar út í afbrot, til að upphefja sig frá einelti. Það er því samfélagið sem skapar þessa stöðu, ekki að einstaklingarnir séu verra fólk. Ég tel því mikilvægt að tekið verði á þessum málum eins fljótt og hægt er“, sagði Ellert og lagði auk þess til að fundið yrði nýtt orð fyrir fólk sem er af erlendu bergi brotið, því orðið „nýbúi“ væri ekki nógu gott. Kristmundur Ásmundsson (J) sagði að menntamál nýbúa væri í slæmum farvegi, en það hefði komið fram á fundi í Kjarna á dögunum þar sem fjallað var um skýrslu menntamálaráðuneytisins um þessi málefni. Hann beindi orðum sínum til Skúla Þ. Skúlasonar, sem á sæti í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, og mæltist til þess að SSS tæki málið upp. Kjartan Már Kjartansson (B) benti fólki á að ýmislegt væri verið að gera í málum nýbúa, t.d. að mikið hefði verið lagt í að upplýsa þá um réttindi þeirra og skyldur í íslensku samfélagi, en auðvitað mætti alltaf gera betur. „Stór hluti nýbúa er vel menntað fólk þó að það skilji lítið í íslensku og ég þekki þetta fólk af góðu einu saman. Því verða menn að vara sig á því að láta eins og allt sé ómögulegt á þessu sviði“, sagði Kjartan. Kristmundur fór aftur í ræðustól, að þessum orðum sögðum, og lagði áherslu á ekki væri verið að ræða um réttindi og skyldur nýbúa, heldur menntun þeirra. „Menntamálaráðuneytið segir að ástandið sé skelfilegt. Grunnskólarnir eru á herðum sveitarfélagsins og því er það á okkar ábyrgð að sinna þessum málum“, sagði Kristmundur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024