Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Týndi bílinn fannst í Borgarnesi
Miðvikudagur 19. nóvember 2008 kl. 16:03

Týndi bílinn fannst í Borgarnesi



Grái Golfinn, sem hvarf frá Bílahúsinu í Reykjanesbæ á laugardaginn, fannst í dag upp í Borgarnesi. Lögreglumenn á eftirlitsferð komu auga á bílinn þar sem hann var á ferð í gegnum Borgarnes og handtóku ökumanninn.

Samkvæmt því sem fram kemur á mbl.is var maðurinn allsgáður og veitti enga mótspyrnu við handtökuna.

Maðurinn kom í Bílahúsið á laugardaginn og vildi fá að reynsluaka umræddum bíl. Fyrst þáði hann þó kakó á meðlæti áður en hann lét sig hverfa út í buskann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024