Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvöföldun Reykjanesbrautar: Eftirlitsaðilar allir yfir kostnaðaráætlun
Sunnudagur 27. nóvember 2005 kl. 00:00

Tvöföldun Reykjanesbrautar: Eftirlitsaðilar allir yfir kostnaðaráætlun

Tilboð í eftirlit með tvöföldun Reykjanesbrautar á 12,2 km löngum kafla frá Strandarheiði að Njarðvík og byggingu brúa við Vogaveg, Skógfellaveg, Grindavíkurveg og Njarðvíkurveg voru opnuð hjá Vegagerðinni í síðustu viku. Fjórir aðilar sendu inn tilboð og voru þeir allir yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 27,5 milljónir króna.

Sá aðili sem bauð lægst var Fjarhitun hf. sem býðst til að taka kr 29.590.000 fyrir að hafa auga með því að allt fari rétt fram við framkvæmdina. Hönnun hf. bauð 30,4 milljónir króna í verkið, Línuhönnun tæpar 32,2 milljónir króna og VSB verkfræðistofa ehf. bauð rúmlega 33,4 milljónir króna í verkið.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs. Útboðið var einnig auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.

Samkvæmt útboðinu var sá sem lægst bauð 7,6% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, en sá sem hæst bauð var 21,6% yfir kostnaðaráætlun. Verktakarnir sem tvöfalda brautina og tóku þátt í því útboði voru hins vegar vel undir kostnaðaráætlun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024