Tvöfalt hjá Keflavík
Það var mikil gleði í herbúðum Keflavíkur þegar bæði karla- og kvennalið Keflavíkur komu heim nú undir kvöld með bikarana eftir sigur í bikarkeppnum karla og kvenna fyrr í dag. Keflavíkurstúlkur sigruðu KR og Keflavíkurstrákar unnu Njarðvík. Meðfylgjandi mynd var tekin nú í kvöld af þeim Erlu Þorsteinsdóttur og Gunnari Einarssyni, fyrirliðum, með sigurlaunin og afrakstur dagsins úr Laugardalshöllinni.
Í kvöld verður síðan mikill bikarfögnuður í Stapanum þar sem efnt verður til stórdansleiks þar sem bæði Kalli Bjarni Idol og Love Guru munu skemmta.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Í kvöld verður síðan mikill bikarfögnuður í Stapanum þar sem efnt verður til stórdansleiks þar sem bæði Kalli Bjarni Idol og Love Guru munu skemmta.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson