Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvöfalt fleiri vopnaðir lögreglumenn
Mánudagur 14. ágúst 2006 kl. 11:53

Tvöfalt fleiri vopnaðir lögreglumenn

Tvöfalt fleiri lögreglumenn vopnaðir byssum gæta nú öryggis í Leifsstöð. Öryggisgæsla hefur verið stórhert eftir að fréttir bárust af handtöku hryðjuverkamanna í Bretlandi síðasta fimmtudag. Alls hefur öryggisvörðum fjölgað úr tuttugu og fimm í fjörutíu og þrjá. Ekki fæst uppgefið hversu margir þeirra eru vopnaðir en þó fékkst uppgefið að þeir eru tvöfalt fleiri en áður. Blaðið greinir frá þessu í dag

Ekki var gert ráð fyrir þessum mikla fjölda öryggisvarða þegar fjárveitingar til sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli voru ákveðnar.
Jóhann R. Benediktsson sýslumaður kveðst hafa áhyggjur af að embættið standi ekki undir auknum kostnaði vegna þessa, sérstaklega ef þessi aukni viðbúnaður verður viðvarandi. Það ræðst þó væntanlega í dag. Nánari í Blaðinu í dag (sjá www.bladid.net)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024