Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvöfaldur regnbogi
Mánudagur 11. september 2006 kl. 17:38

Tvöfaldur regnbogi

Himininn skartaði þessum ægifagra, tvöfalda regnboga sem blasti við í stutta stund eftir skúraveður sem gekk yfir í Njarðvík fyrr í dag. Þetta fagra fyrirbrigði verður til við ljósbrot þegar sólargeisli brotnar við að fara inn í regndropa, speglast einu sinni á bakhlið dropans og brotnar svo aftur við að fara út úr honum.
Takið eftir því að litaröðin á efri boganum er öfug við þann neðri en efri boginn myndar tvöfalda speglun á bakhlið vatnsdropanna.

VF-mynd: Ellert Grétarsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024