Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvöfaldur diskur frá minningartónleikum Rúnars Júlíussonar
Laugardagur 5. desember 2009 kl. 14:54

Tvöfaldur diskur frá minningartónleikum Rúnars Júlíussonar

Stórtónleikar voru haldnir í Laugardalshöll laugardaginn 2. maí, til heiðurs minningu rokkhetjunnar og tónlistarútgefandans Rúnars Júlíussonar. Á tónleikunum kom fram landslið listamanna og margar af goðsagnakenndustu hljómsveitum landsins, ásamt ættingjum Rúnars og Karlakór Keflavíkur.


Óhætt er að fullyrða að þessi kvöldstund var einstök upplifun fyrir tónleikagesti og nú er von á tvöföldum geisladiski frá þessum tónleikum.


Formlegur útgáfudagur er í dag, 5. desember en þá verður ár liðið frá andláti Rúnars Júlíussonar. Á disknum má hlýða á eitt magnaðasta samansafn listamanna sem fram hefur komið á einum tónleikum hérlendis.


Útgefandi er Geimsteinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024