Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Fréttir

Tvö umferðaróhöpp á sama stað á sama tíma
Miðvikudagur 3. desember 2008 kl. 14:41

Tvö umferðaróhöpp á sama stað á sama tíma

Um klukkan sjö í morgun urðu tvö umferðaróhöpp á Reykjanesbrautinni á mislægu gatnamótunum við Vogaveg.  Þar fór i bifreið utan í vegrið eftir að ökumaður hafði misst stjórn á bifreiðinni í krapa.
Hinni bifreiðinni var ekið yfir vegriðið á brúnni og steyptist bifreiðin niður á akbrautina fyrir neðan.  Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.  Bifreiðin var mikið skemmd eftir óhappið og var flutt af vettvangi með kranabifreið.

Einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurveginum í dag.  Hann mældist á 113 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25