Tvö þúsund hafa flutt lögheimili frá Grindavík
Íbúum Grindavíkurbæjar hefur fækkað um 2.044 á tímabilinu frá 1. desember 2023 til, 1. október 2024 eða um 54,9%. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár um fjölda íbúa eftir sveitarfélögum þann 1. október.
Íbúum Suðurnesja fækkar um 2,3% á tímabilinu eða um 741 íbúa. Þeir voru samtals 31.872 þann 1. október. Þrátt fyrir fjölgun í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum er fækkunin út af Grindvíkingum sem hafa flutt til annars sveitarfélaga.
Íbúar Reykjanesbæjar voru 24.201 og hefur fjölgað um 910 á tímabilinu. Fjölgunin er upp á 3,9%.
Íbúar Suðurnesjabæjar voru 4.207 þann 1. október. Þeim hefur fjölgað um 171 á tímabilinu eða 4,2%.
Íbúar Sveitarfélagsins Voga voru 1.788 þann 1. október og hefur fjölgað um 222 eða 14,2% á tímabilinu.