Fréttir

Miðvikudagur 26. maí 2004 kl. 10:50

Tvö slys með stuttu millibili í Keflavík

Ökumaður bifreiðar var fluttur á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í gær eftir að ekið var aftan á bifreið hans á Reykjanesbraut fyrir ofan Innri-Njarðvík. Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um óhappið klukkan 18:13 í gær.
Um 16 mínútum síðar eða klukkan 18:29 var tilkynnt um slys á Sólbrekkubraut, mótorkrossbrautinni við Grindavíkurveg. Þar hafði ökumaður mótorhjóls misst stjórn á hjólinu og fótbrotnað. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25