Tvö óhöpp með stuttu millibili
Tvær bifreiðir höfnuðu utan vegar á Reykjanesbraut með stuttu millibili í gærmorgun. Engin alvarleg slys urðu á fólki.
Fyrra atvikið átti sér stað rúmlega 7 og valt sú bifreið á Strandarheiði. Engin alvarleg slys urðu á fólki, en einn var fluttur með sjúkrabíl á HSS til nánari athugunar. Bifreiðin var fjarlægð með dráttarbíl.
Seinna atvikið var kl. 8 og fór bifreið þá útaf skammt frá þeim stað sem bílveltan var. Engin slys urðu á fólki en bifreiðina þurfti að fjarlægja með dráttarbifreið.