Tvö og hálft kíló af hassi í póstsendingu: þrír Suðurnesjamenn viðriðnir málið
Tvö og hálft kíló af hassi fannst í póstsendingu sem barst til landsins þann 6. maí. Póstsendingin var stíluð á tvítugan Suðurnesjamann, en Tollgæslan í Reykjavík lagði hald á efnið. Lögreglan í Keflavík fékk málið til rannsóknar og voru tveir menn handteknir sl. föstudag í heimahúsi í Reykjanesbæ, en mennirnir tóku við póstsendingunni.
Þrír menn hafa verið handteknir vegna málsins og hefur einn þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. maí nk.
Þrír menn hafa verið handteknir vegna málsins og hefur einn þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. maí nk.