Tvö minniháttar umferðaróhöpp í gærmorgun
Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærmorgun. Fyrst varð árekstur á Garðvegi skammt frá Leiru þar sem engin slys urðu á fólki og lítið tjón á ökutækjum.
Svo rétt fyrir kl. 8 var ung stúlka á reiðhjóli að hjóla eftir gangstétt á Vesturgötu í Keflavík er bifreið var ekið aftur á bak út úr bifreiðastæði. Stúlkan lenti utan í bifreiðinni en hlaut ekki alvarleg meiðsli, aðeins minniháttar mar.
Þá voru skráningarnúmer tekin af tveimur bifreiðum í gærdag þar sem eigendur þeirra voru ekki búnir að greiða tryggingar.
Auk þess voru tveir ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot. Einn fyrir of hraðan akstur og hinn fyrir að virða ekki biðskyldumerki.
Svo rétt fyrir kl. 8 var ung stúlka á reiðhjóli að hjóla eftir gangstétt á Vesturgötu í Keflavík er bifreið var ekið aftur á bak út úr bifreiðastæði. Stúlkan lenti utan í bifreiðinni en hlaut ekki alvarleg meiðsli, aðeins minniháttar mar.
Þá voru skráningarnúmer tekin af tveimur bifreiðum í gærdag þar sem eigendur þeirra voru ekki búnir að greiða tryggingar.
Auk þess voru tveir ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot. Einn fyrir of hraðan akstur og hinn fyrir að virða ekki biðskyldumerki.