Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tvö minniháttar bílslys í gær
Sunnudagur 8. janúar 2006 kl. 12:48

Tvö minniháttar bílslys í gær

Tvö umferðaróhöpp urðu í Reykjanesbæ í gær. Fyrra tilvikið var tilkynnt kl. 13:50 og átti það sér stað í hesthúsahverfinu að Mánagrund. Þar var bifreið ekið á ljósastaur. Engin slys urðu en staurinn brotnaði og nokkrar skemmdir á bifreiðinni.

Rétt upp úr klukkan 17 var svo tilkynnt um árekstur á gatnamótum Brekkustígs og Hafnarbrautar í Njarðvík. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti aðra bifreiðina með dráttarbifreið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024