Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Tvö með fíkniefni
Þriðjudagur 4. júní 2013 kl. 07:30

Tvö með fíkniefni

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo einstaklinga með fíkniefni í fórum sínum um helgina. Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn eftir að umtalsvert magn af amfetamíni og kannabisefnum fundust við húsleit á heimili hans.

Þá var stúlka innan við tvítugt handtekin, en hún reyndist vera með kannabisefni í úlpuvasa sínum. Við leit á lögreglustöð fannst svo amfetamín, sem hún hafði falið í brjóstahaldara sínum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
 

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25