Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvö kíló af kókaíni fundust í ferðatösku á Keflavíkurflugvelli
Föstudagur 29. september 2017 kl. 09:46

Tvö kíló af kókaíni fundust í ferðatösku á Keflavíkurflugvelli

Tollverðir stöðvuðu íslenskan karlmann á sextugsaldri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar seinni hluta síðastliðins mánaðar, en í farangri hans fundust rúm tvö kíló af kókaíni sem falin voru í fóðri í ferðatösku hans. Hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Þrír aðilar hafa sætt gæsluvarðhald frá því að málið kom upp, en tveir þeirra hafa verið látnir lausir.

Lögreglan á Suðurnesjum hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið voru hinir tvær handteknir, en þeir eru báðir á fimmtugsaldri, grunaðir um fjármögnun og skipulag innflutnings á efnunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024