Tvö fyrirtæki byggja 46 íbúðir við Berjateig í Garði
Völundarhús ehf hefur sótt um fjórar raðhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir við Berjateig í Garði undir byggingu 20 íbúða í raðhúsum og 6 íbúða í parhúsum.
Samþykkt var á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar Garðs að leggja til við bæjarráð sveitarfélagsins að umsækjanda verði úthlutað lóðunum 1-7, 9-15 2-4, 6-8 og 10-12 við Berjateig undir húsin.
Þá sótti Líba ehf um fjórar raðhúsalóðir við Berjateig undir byggingu 20 íbúða. Samþykkt að leggja til við bæjarráð að umsækjanda verði úthlutað lóðunum 17-23, 25-31 og 33-39.