Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tvö fyrirtæki byggja 46 íbúðir við Berjateig í Garði
Sunnudagur 17. júní 2018 kl. 06:00

Tvö fyrirtæki byggja 46 íbúðir við Berjateig í Garði

Völundarhús ehf hefur sótt um fjórar raðhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir við Berjateig í Garði undir byggingu 20 íbúða í raðhúsum og 6 íbúða í parhúsum.

Samþykkt var á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar Garðs að leggja til við bæjarráð sveitarfélagsins að umsækjanda verði úthlutað lóðunum 1-7, 9-15 2-4, 6-8 og 10-12 við Berjateig undir húsin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá sótti Líba ehf um fjórar raðhúsalóðir við Berjateig undir byggingu 20 íbúða. Samþykkt að leggja til við bæjarráð að umsækjanda verði úthlutað lóðunum 17-23, 25-31 og 33-39.